MAGNÚS SCHEVING - FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA

Magnús Scheving heldur erindi þar sem hann fjallar um hvernig maður kemur hugmynd í framkvæmd. Með 25 ára reynslu í að byggja upp alþjóðlegt vörumerki og kvikmyndaver hefur hann selt hugmynd sína til 172 landa og ná þættirnir um Latabæ til 500 milljón heimila út um allan heim.

Á fyrirlestrinum fær hann áheyrendan til að hugsa út fyrir boxið ásamt því að deila góðum ráðum og sýn sinni á viðskiptalífið. Magnús er eftirsóttur fyrirlesari en hann hefur flutt fyrirlestra út um allan heim og m.a. talað á ráðstefnum með Colinn Powell, Guy Kawasaki (stofnanda Apple) og nóbelsverðlaunahafanum Paul Krugman. Um er að ræða einstakt tækifæri til að sjá og heyra í Magnúsi.

Í hátíðarsal Háskólans á Akureyri Sólborg við Norðurslóð.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrirlesturinn er opin öllum og enginn aðgangseyri.

Hlökkum til að sjá þig!