Menntamálaráðherra fundar með framkvæmdastjórn FSHA

 

FSHA og  menntamálaráðherra

 

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson og aðstoðarmaður hans Jóhannes Stefánsson heimsóttu Háskólann á Akureyri á dögunum í þeim tilgangi að funda með framkvæmdastjórn FSHA um einstök atriði LÍN frumvarpsins. Á fundinum var ýmsum vafaatriðum svarað og framkvæmdastjórn gat komið helstu áherslum sínum beint til skila. Það atriði sem vafðist hvað mest fyrir stúdentum hefur verið tekið til athugunar og tökum við því fagnandi.

Niðurstöður Félags stúdent við Háskólann á Akureyri eru sambærilegar útreikninum Stúdentaráðs Háskóla Íslands þar sem nýtt kerfi kæmi betur út fyrir u.þ.b 85% stúdenta. Þrátt fyrir að það séu einstök atriði í frumvarpinu sem betur mættu fara, og verði baráttumál stúdenta í framtíðinni, býður nýtt kerfi upp á betri kjör meiri hluta nemenda. Þar má nefna 100% framfærslu og beina styrki í stað þess að nemendur þurfi eingöngu að framfleyta sér á lánum. Í ljósi þeirra niðurstaða styður FSHA heilshugar við nýtt frumvarp um námslán og námsstyrki. 

 

Þess má geta að stúdentaráð HA sendi frá sér umsögn um frumvarpið sem finna má á alþingi.is