Miðasala á árshátíð: síðasti dagur á morgun

Miðasala á árshátíð

Árshátíð FSHA verður haldin laugardaginn 5. mars kl 18:30 í íþróttahöllinni. Bautinn mun sjá um veisluþjónustu og Svali og Svavar um veislustjórn ásamt Fílnum. Einnig eru glæsilegir happdrættisvinningar í boði. Að lokinni dagskrá mun hljómsveitin Hafliði og hinir halda uppi stuðinu fram á nótt. 

Miðasala árshátíðarinnar hefur nú staðið yfir undanfarna þrjá daga. Það stefnir í met þátttöku þetta árið enda hefur öllu verið tjaldað til að þessu sinni. Nemendafélögin hafa unnið hörðum höndum að gerð árshátíðarmyndbanda sinna sem lofa öll mjög góðu. Því er þetta viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara. 

Miðinn kostar 6000 kr fyrir meðlimi FSHA og 8000 kr fyrir gesti. Einnig minnum við á niðurgreiðsluna frá Atlantsolíu. Síðasti dagur miðasölunnar er á morgun 10:00-16:15. Við miðakaup er einnig kostning í gangi í Eir, kumpána, Reka, Þemis, Stafnbúa og Magister ársins og herra og ungfrú HA og hvetjum við sem flesta til að taka þátt í þeirru kostningu. 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!