Nemendur athugið! Erasmus+ og Nordplus styrkir.

Umsóknarfrestur fyrir Erasmus+ og Nordplus styrki til nemenda-og kennaraskipta fyrir skólaárið 2016-2017 er 1. mars 2016 (nemendur sem sækja um eftir þann tíma fara á biðlista fyrir styrk en miklar líkur eru á styrk). Nemendur eru hvattir til þess að skoða möguleikana á skiptinámi á heimasíðu alþjóðaskrifstofu HA http://www.unak.is/skiptinam/nemendaskipti og á síðunni Erasmus+: http://www.erasmusplus.is/menntun/nam-og-thjalfun-a-haskolastigi-studentar/

Umsóknareyðublöð fyrir Erasmus styrk: http://www.erasmusplus.is/menntun/verkefni-og-sjodir/nam-og-thjalfun-a-haskolastigi-studentar/hvernig-er-sott-um/ 

Erasmus+ styrkþegar fá 450 €, 500 € eða 550 € í ferðastyrk á mánuði en það fer eftir áfangastað + ferðastyrk sem er á bilinu 275 € - 1100 €, til að gera skiptinámið mögulegt. Styrkurinn skerðir ekki námslán. Nordpus styrkirnir eru 200 € á mánuði og 660 € í ferðastyrk óháð landi innan Nordplus.   

Frekari upplýsingar um skiptinám veitir verkefnisstjóri alþjóðamála, Rúnar Gunnarsson (runarg@unak.is , 460-8035, skrifstofa E-228).