Ný hópaherbergi á K-gangi


Nú er prófaundirbúningur kominn á fullt enda prófin handan við hornið. FSHA hefur samið við skólayfirvöld um að fá að nýta tvær nýjar stofur eingöngu fyrir hópa nemenda sem vilja vinna saman verkefni eða undirbúa sig saman sem hópur undir próf. Stofurnar sem um ræðir eru K105 og K106, innstu stofurnar á K gangi, neðri hæð. Stofurnar eru búnar borðum og stólum.

Þeir hópar sem vilja bóka stofurnar geta haft samband við Sæunni á þjónustuborðinu, í síma 460 8040 eða með tölvupósti saeunn@unak.is á milli 08:00 og 14:30

Við vonumst til þess að þessi kærkomna viðbót nýtist nemendum sem allra best á loka metrum þessa misseris og við hjálpumst að við að ganga vel um þessar nýju stofur.