Ný stjórn FSHA tekin við

 

sjornarskipti_fsha

Ný stjórn FSHA var kosin á aðalfundi félagsins föstudaginn 19. febrúar.

Nýr formaður félagsins er Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðinemi á 2. ári. Undanfarið ár hefur hún gengt stöðu formanns Eirar, félags heilbrigðinema við HA. 

Nýr varaformaður er Logi Úlfarsson, sálfræðinemi á 2. ári sem hefur gengt stöðu varaformanns Kumpána, félags félagsvísindanema við HA síðastliðið ár. 

Nýr fjármálafulltrúi er Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir, viðskiptafræðinemi á 2. ári. 

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel unnin störf. 

Endilega verið dugleg að fylgjast með FSHA bæði hér, á facebook og instagram. það er spennandi ár framundan og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest á viðburðum ársins.

Svo er alltaf velkomið að kíkja á okkur upp á skrifstofu í kaffi og spjall. Við tökum á móti ykkur fagnandi!