Nýnemadagar

Í dag hófst nýnemavikan með trompi. Við buðum hug- og félagsvísindasvið velkomið og grilluðum svo hamborgara ofan í liðið í blíðunni í hádeginu. Á miðvikudaginn tökum við á móti heilbrigðisvísindasviði og á fimmtudag viðskipta- og raunvísindasviði. Á föstudaginn er sameiginlegur nýnemadagur upp á Hömrum og stóra nýnemakvöld FSHA á pósthúsbarnum um kvöldið. Við hvetjum sem flesta til að mæta og kynnast samnemendum sínum, en eins og allir vita er stórskemmtilegt fólk sem gengur í Háskólann á Akureyri. 

Við viljum einnig minna nýnema sem og eldri nemendur að skrá sig í undirfélög. Það er frítt fram til 15 september en kostar 3000 krónur eftir það. Það er því ljóst að það marg borgar sig að skrá sig sem fyrst. Það gerið þið með því að fara á fsha.is velja flipann efst sem heitir "skráning", slá þar inn viðeigandi upplýsingar og haka við það félag sem þið viljið skrá ykkur í.

 

Hlökkum til að eiga viðburðaríkan og skemmtilegan vetur með ykkur!

Nýnemadagar   Nýnemadagar     Nýnemadagar