Nýnemadagar 2017

Dagana 21. til 25. ágúst var tekið á móti nýnemum Háskólans á Akureyri en aldrei hafa fleiri nýnemar hafið skólagöngu við skólann. FSHA tók á móti nýnemeum með sambærilegum hætti og síðustu ár þar sem grillað var í hádeginu og aðildarfélögin sjö héldu nýnemakvöld fyrir sína félaga og buðu upp á fjölbreytta dagskrá. PubQuiz var vinsælt þessi kvöld en Stafnbúar gengu lengra en aðrir og buðu starfsfólki að taka þátt í leikjum á Borgum sem flest allir höfðu gaman af. Framkvæmdastjórn vill koma sérstökum þökkum á framfæri til stjórnarmeðlima allra aðildarfélaga sem tóku virkan þátt í nýnemavikunni.

Á föstudeginum var sameiginlegur nýnemadagur FSHA þar sem Skátarnir tóku vel á móti okkur upp á Hömrum og héldu utan um hópeflisleiki fyrir nýnema á meðan stúdentaráð grillaði og færði nýnemum fljótandi veigar. Um kvöldið var nýnemadjamm FSHA haldið á Pósthúsbarnum og var slegið þátttökumet það kvöld. 

Framkvæmdastjórn hefur góða tilfinningu fyrir komandi skólaári og vonar að nýnemar muni láta til sín taka í félagslífinu ásamt því að láta sér varða hagsmunabaráttu stúdenta. Að lokum er vert að minna á dagsetningar sem þegar hafa verið birtar yfir stærstu viðburði skólaársins, hér