Nýtt æðstaráð tekur við

Aðalfundur Stafnbúa
Aðalfundur Stafnbúa

Fimmtudaginn 13. febrúar var haldinn aðalfundur Stafnbúa þar sem farið var yfir líðandi starfsár, fjármál félagsins skoðuð ásamt því að ný lög voru samþykkt og nýtt æðstaráð kosið. Í boði voru pizzur og gos fyrir svanga stafnbúa og stóð ekki á viðbrögðunum þegar sagt var gjörið þið svo vel! Þegar stafnbúar höfðu lokið við að troða pizzum í andlitið á sér þá hófst fundurinn.
Þau lög sem lögð voru fram til samþykktar voru samþykkt með hreinum meirihluta. Kosningarnar á nýjum fulltrúum í æðstaráð gengu glimmrandi vel og voru allir sáttir með nýju andlitin í æðstaráði Stafnbúa. 

Eftirfarandi er æðstaráð Stafnbúa 2014-2015

Forseti: Katla Hrun Björnsdóttir 

Varaforseti: Angantýr Ómar Ásgeirsson

Fjármálastjóri: Stefán Hannibal Hafberg

Aðalritari: Anton Helgi Guðjónsson

Fráfarandi æðstaráð þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári og óskar nýju æðstaráði velfarnaðar á komandi stjórnarári.