Nýtt stúdentaráð tekið við

Á síðustu vikum hafa aðalfundir farið fram hjá aðildarfélögum þar sem ný stjórn og nefndarmeðlimir eru kjörnir. Aðalfundur SHA fór fram þann 25. febrúar en þar var kynnt ný framkvæmdarstjórn sem var sjálfkjörin. Í nýrri framkvæmdarstjórn eru Nökkvi Alexander, formaður, Agnes Ögmundsdóttir, varaformaður og Særún Anna, fjármálastjóri. Þau taka við af fráfarandi stjórn sem voru Steinunn Alda, formaður, Almar Knörr, varaformaður og Guðrún Vaka, fjármálastjóri. 

Á aðalfundi voru kynntir nýir formenn fastanefnda en formaður alþjóðanefndar er Margrét Sól , formaður kynningarnefndar er Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, formaður viðburðarnefndar er Inigbjörg Ósk og niðurstöður í kosningu fjarnemafulltrúi SHA voru kynntar en Sólrún Björg var kosin. Ekki náðist að manna í stöðu formann gæðanefndar. Þeir sem hafa áhuga á því starfi vinsamlegast hafið samband við sha@sha.is.

Einnig voru kynntir formenn aðildafélaga á aðalfundinum en formaður Data er Árni Þorsteinsson, formaður Eirar er Hugrún Sigurðardóttir, formaður Kumpána er Guðný Helga , formaður Magister er Sólveig Birna , formaður Reka er Fríða Freydís, forseti Stafnbúa er Heiðdís Fríða og formaður Þemis er Aðalheiður Kristjánsdóttir. 

Ný framkvæmdarstjórn hlakkar til samstarfsins á árinu.