Sprellmót SHA 2021

Magister, sigurlið Sprellmótsins
Magister, sigurlið Sprellmótsins

Sprellmót SHA sem er einn af stærstu viðburðum stúdentafélagsins fór fram föstudaginn, 17. september. Mætingin var frábær en u.þ.b 200 manns mættu og tóku þátt i fjörinu. Fyrir þá sem vita ekki er Sprellmót SHA keppni á milli aðildarfélaga þar sem keppt er í ýmsum þrautum og einnig er haldin stór búningakeppni. Magister, kennaradeild HA vann þetta árið og óskum við þeim innilega til hamingju með það. 

Nokkrir starfsmenn í HA fengu það hlutverk að vera dómarar í ár en þeir voru Hólmar Erlu Svansson, Gunnar Ingi Ómarsson, Bára Sif Sigurjónsdóttir, Sigurður Óli Sveinsson, Kristín Margrét Jóhannsdóttir og Nanna Ýr Arnardóttir. SHA vill þakka þeim innilega fyrir hjálpina og einnig þökkum við öllum þeim sem tóku þátt fyrir frábæra skemmtun.

 

Frábær stemningKeppt var í reipitogiHjólbörukeppniDómararnir, Bára og Nanna í góðum gír