Til allra stúdenta Háskólans á Akureyri

Til allra stúdenta Háskólans á Akureyri, 

Nú þegar nýtt skólaár er farið af stað þykir Stúdentaráði SHA mikilvægt að vekja athygli stúdenta háskólans á Siðareglum Háskólans á Akureyri sem og Verklagsreglum SHA er varða viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan SHA.

Stúdentum HA, sem og öllu starfsfólki háskólans ber að fylgja siðareglum háskólans. Við myndum samfélag sem byggist á réttlæti, virðingu og ábyrgð. Siðareglurnar eru í anda þeirra gilda sem gengið er út frá í stefnu HA 2018-2023, en það eru framsækni, jafnrétti, sjálfstæði og traust. Siðareglurnar ganga út frá skýrum greinarmun á löglegri hegðun annars vegar og siðlegri hegðun hins vegar. Við fylgjum lögum í hvívetna en gleymum aldrei að taka tillit til siðferðilegra sjónarmiða. 

Stúdentaráði er mikið í mun um að öllum líði vel innan þess samfélags sem háskólinn er. Siðareglur háskólans eru ætíð í gildi og ber öllum að virða þær og hafa í huga, alltaf og á það einnig við á öllum viðburðum SHA og aðildarfélaga.  Í öllum samskiptum er mikilvægt að gæta þess að vera virðingu fyrir fólki, í því felst að sýna almenna kurteisi, gæta jafnréttis og nálgast fólk af virðingu og skynsemi.

Ef þér finnst brotið á þér, ef þú verður vitni af atviki sem þú telur vera brot á siðareglum HA, hvetjum við þig til þess að leita til skrifstofu SHA eða beint til Siðanefndar háskólans. Við líðum ekki brot á Siðareglum háskólans, við tökum slíku alvarlega og föstum tökum.

Kynntu þér Siðareglur HA hér og Verklagsreglur SHA er varða viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan SHA, hér.