Tilboð á Lögin úr teiknimyndunum í Hofi 9. mars

Lögin úr teiknimyndunum í Hofi 9. mars
Lögin úr teiknimyndunum í Hofi 9. mars

Það er næstum óþarfi að kynna listamennina sem koma að söng og leikdagskránni Lögin úr teiknimyndunum. Valgerður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð og Felix Bergsson eru meðal þekktustu söngvara og leikara þjóðarinnar. Raddir Felix og Valgerðar eru hluti af æsku margra barna þar sem þau hafa sungið og leikið fjöldan allan af Disney-persónum á löngum og glæsilegum ferli. Þar má nefna Aladdin, Konung ljónanna, Pocahontas, Mulan, Litla hafmeyjan og Magga Víglunds í Skrýmsli hf. Þór er nýfluttur heim eftir farsælan feril erlendis og hann söng sig inn í hjörtu landsmanna í söngleiknum Vesalingunum á síðasta ári.

Á tónleikunum munu þau mæta í fantaformi og njóta þess að syngja frábær lög úr vel þekktum teiknimyndum og söngleikjum. Þetta verða glæsilegir tónleikar, stútfullir af vel þekktum perlum Disney, söngleikja og kvikmynda. Meðal þess sem sungið verður eru lög úr Aladdin, Konungi ljónanna, Apalífi, Hundalífi og Söngvaseið. Þá verður saga nokkurra mynda rakin á milli laga. Þetta er upplagt tækifæri að eiga dásamlega fjölskyldustund, dilla sér með tónlistinni, syngja með og hlæja.

Vignir Þór Stefánsson útsetur og stjórnar þriggja manna hljómsveit af alkunnri snilld.

Nemendur Háskólans á Akureyri geta keypt miða með afslætti á 2500 krónur. Það eina sem þið gerið er að hafa samband við miðasölu Hofs í síma 450 1000 og nefna afslátt til Háskólans á Akureyri.