Tilkynning frá FSHA vegna stóru vísindaferðarinnar suður

Tilkynning frá FSHA vegna stóru vísindaferðarinnar suður

Með  tilkynningu þessari vilja framkvæmdarstjórn FSHA, formenn undirfélaga og formaður félags- og menningarlífsnefndar útskýra hvernig málin standa hvað varðar skipulagningu stóru vísindaferðarinnar. Síðustu ár hafa um 70-100 nemendur sótt ferðina en nú í ár varð mikil fjölgun skráninga, eða  frá 170-200 manns og er það ánægjuefni hversu margir sýna þessari ferð áhuga. Þessi mikla fjölgun gerir það að verkum að fyrirtækjum reynist erfitt að taka á móti svo miklum fjölda nemenda.  Til þess að mæta þessari auknu aðsókn er nú unnið að því að skipuleggja dagskrá laugardagsins  á annan hátt svo að allir geti vel við unað. Dagskrá laugardagsins verður því birt um leið og staðfestingar berast frá aðilum sem við eigum í viðræðum við.

Við getum staðfest að allir eru velkomnir í sameiginlega vísindaferð í Smáratívolí á föstudagskvöldinu sem hefst kl. 20:30. Á sama tíma býðst nemendum að fara frítt á tónleika Jónas Sig og Ritvéla framtíðarinnar á Spot í Kópavogi mæti nemendur þangað fyrir 21:30.

Við minnum á að síðasta tækifæri til að greiða er 3. febrúar (síðasta lagi kl. 23.59, 2. febrúar), verði ekki greitt fyrir þann tíma fellur skráning úr gildi.

Innan FSHA hafa komið hugmyndir um embætti fjarnemafulltrúa sem sinnir hagsmunamálum og skemmtunum fyrir fjarnema bæði á Akureyri og á fjarstöðum. Þar sem aðalfundur FSHA er framundan er tækifæri til að gera slíkar breytingar og hafa áhrif á starf félagsins. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á málefninu og hafa tillögur sem hrinda má í framkvæmd, að hafa samband við framkvæmdastjórn félagsins, fsha@fsha.is

Einnig viljum við minna á mikilvægi þess að þið setjið eitt like við www.facebook.com/fsha.is og www.facebook.com/FelogmennFSHA þar sem allar tilkynningar og frekari dagskrá kemur þar fram.

Með bestu kveðju,

Framkvæmdastjórn FSHA

Leifur Guðni Grétarsson, formaður FSHA
Aníta Einarsdóttir, varaformaður FSHA
Hafdís Erna Ásbjarnardóttir, fjármálastjóri FSHA

Formenn undirfélaga

Ari Brynjólfsson, formaður Kumpána
Birgir Marteinsson, formaður Þemis
Elín Friðriksdóttir, formaður Eirar
Hildur Helgadóttir, formaður Reka
Jenný Þorsteinsdóttir, formaður Magister
Þórhildur Edda Eiríksdóttir, formaður Stafnbúa

Félags- og menningarlífsnefnd

Bjarki Freyr Brynjólfsson, formaður