Umgengni á verkfallsdögum

Kæru nemendur!

Við biðjum ykkur um að ganga sérstaklega vel um skólann okkar þá daga sem verkfallsaðgerðir SFR standa yfir. 

Til þess að við fáum aðgang að sameiginlegum svæðum innan HA á umrædda verkfallsdaga þurfa allir þeir sem nýta aðstöðuna að leggjast á eitt og hver og einn að ganga frá eftir sig og ef þú átt vin sem er skussi, þá þarf líka að hreinsa upp eftir hann eða taka í hnakkadrambið á félaganum!

Rusl á að flokka rétt og við biðjum ykkur einnig um að ganga sérstaklega vel um klósettaðstöðu. 

Verkfallsaðgerðum fylgja alltaf óþægindi, en við skulum gera það besta úr þeirri stöðu sem upp er komin um leið og við vonumst til að deilan leysist hratt og farsællega. 

Framkvæmdarstjórn FSHA