Upplýsingar um yfirvofandi verkfall háskólakennara við HA

Mánudaginn 7. apríl lauk kosningu Félags Háskólakennara á Akureyri (FHA) og samþykkti mikill meiri hluti að boða til verkfalls. FHA hefur tíma til 11. apríl til að boða þetta verkfall. Kröfurnar sem FHA hefur eru þær að sami stigafjöldi samkvæmt matskerfi akademískra starfsmanna gefi sömu laun, óháð starfsheiti, og að allir akademískir starfsmenn verði í sömu launatöflu. Einnig að laun annarra starfsmanna verði skoðuð og færð til samræmis við breytingar sem kunna að verða á launum akademískra starfsmanna.

Eins og staðan er í dag þá er enn margt óljóst, þó er ýmislegt sem er ljóst.

Ef samið verður að kvöldi 27. apríl munu próf hefjast á tilsettum tíma 28. apríl. Það er því mikilvægt að nemendur verði tilbúnir til að mæta í próf 28. apríl. Ef samið verður í miðri prófatíð þá munu próf líklegast hliðrast til, þ.e.a.s. byrjað verður á því prófi sem átti að vera 28. apríl og svo koll af kolli. Það sama á við ef verkfall verður alla prófatíðina. Sjúkr- og endurtökupróf verða haldin í framhaldi af prófatíð, þau hliðrast með hinum prófunum. Þeir skiptinemar sem eiga bókað flug strax eftir áætlaða prófatíð, geta tekið prófin í sendiráðum í sínu landi. Prófessorar eru ekki í hópi þeirra sem fara í verkfall en þó er ekki unnt að halda próf í þeirra námskeiðum vegna þess að prófstjóri er á meðal þeirra sem fer í verkfall.

Mikilvægt er að stúdentar við Háskólann á Akureyri haldi dampi og verði tilbúnir til að mæta í sín próf á settum tímum. Við biðjum ykkur að stressa ykkur ekki um of yfir þessu og einblína á að læra og njóta þess að vera til.

English:
Last monday (7. april) university teachers at UNAK voted in favor of calling a strike. They have until 11. april to call it.
This causes inconvenience for most students as well as stress. The time of the strike would be from and with 28. april to and with 12. mai, time of the final exams. If the teachers will negotiate the night before 28. april every one should be prepared to show up for exams that morning. If they would negotiate in the middle of the exam time, students would most probably show up for the first test according to the original exam plan. Those exchange students who have flights home after 12th of mai can take their exames at embassies in their home country if the strike causes them to miss their exams.