Vegna yfirvofandi verkfalls prófessora

Í ljósi þess að fé­lags­menn Fé­lags pró­fess­ora við rík­is­háskóla hafa ákveðið í at­kvæðagreiðslu að boða til verk­falls frá miðnætti 1. des­em­ber sem staðið get­ur til 15. des­em­ber n.k. ná­ist ekki samn­ing­ar send­ir Fé­lag stúd­enta við HA (FSHA) frá sér eft­ir­far­andi til­kynn­ingu.

Ljóst er að ef ekki verður samið mun al­var­legt og erfitt ástand skap­ast sem mun bitna á stúd­ent­um við HA sem og stúd­ent­um við aðra rík­is­rekna há­skóla. 
Prófa­tími í há­skól­um er mik­ill álags­tími hjá stúd­ent­um. Komi til verk­falls mun það hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér. Það mun ekki ein­ung­is valda óþarfa auknu álagi í prófatíðinni held­ur seinka svo um mun­ar út­borg­un náms­lána. Það kem­ur sér illa fyr­ir ein­stak­linga jafnt sem fjöl­skyldu­fólk sem stund­ar nám.

Á þessu stigi er ógjörn­ing­ur að segja til um hvernig end­ur­skipu­lagn­ingu og tíma­setn­ing­um prófa verður háttað. Við hvetj­um nem­end­ur til að stunda námið og und­ir­búa sig fyr­ir próf­in óháð því sem verður, enda get­ur sam­ist með stutt­um fyr­ir­vara. 
Því er mik­il­vægt að samið verði áður en til verk­falls kem­ur. Af verk­falli má ekki verða þvi það mun setja áform allt of margra úr skorðum. FSHA skor­ar á samn­ingsaðila að ganga til samn­inga og taka á vand­an­um í stað þess að slá hon­um á frest.