Vísindaferð í Já ísland og Nova!!

Það verður skemmtilegur föstudagur 21. mars því allir nemendur HA verða á djamminu en það vill enginn missa af því að fara í tvær vísindaferðir sama daginn!!


Já Ísland býður nemendum Háskólans á Akureyri í vísindaferð föstudaginn 21. mars frá klukkan 17:00 - 19:00 í Lionssalnum í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14.
Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina (www.jaisland.is).

Jón Steindór Valdimarsson formaður ávarpar samkomuna.
Bornar verða fram veitingar (bjór og gos).
Umræður fara fram um Ísland og Evrópusamandið.
Allir eru velkomnir en það þarf að skrá sig fyrir kl. 12:00 þann 21. mars.

Eftir það verður haldið á Glerártorg í vísindaferð hjá Nova frá klukkan 19:00 - 21:00 og er skráning á bjarki@fsha.is!

 

novavísó