Fastanefndir

 

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd er helsti tengiliður við skiptinema Háskólans á Akureyri og stendur nefndin fyrir og skipuleggur helstu viðburði fyrir skiptinema. Stjórn alþjóðanefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA og fulltrúa hvers aðildarfélags að Data undanskildu sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. Nefndin starfar í nánu samstarfi við verkefnastjóra Alþjóðamála Háskólans á Akureyri. 

Formaður Alþjóðanefndar starfsárið 2022-2023 er Kristján Bjarki Gautason og situr hann í Stúdentaráði SHA. 

Kynninganefnd

Kynninganefnd sér um kynningar á Háskólanum á Akureyri. Nefndin starfar í nánu samstarfi við starfsmenn markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri. Stjórn kynninganefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA, og fulltrúa hvers aðildarfélags sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. 

Formaður Kynninganefndar starfsárið 2022-2023 er Alda Rut Sigurðardóttir og situr hún í Stúdentaráði SHA.  

Viðburðanefnd

Viðburðanefnd skipuleggur og stendur fyrir helstu viðburðum SHA og má þar nefna Sprellmótið, Árshátíð SHA og Stóru Vísindaferðina. Stjórn viðburðanefndar er skipuð af formanni, sem kosinn er á aðalfundi SHA, og fulltrúa hvers aðildarfélags sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaganna. 

Formaður Viðburðanefndar starfsárið 2022-2023 er Berglind Vala Valdimarsdóttir og situr hún í Stúdentaráði SHA. 

Fulltrúi fjarnema í SHA

Fulltrúi fjarnema í SHA er helsti tengiliðir stúdenta í sveigjanlegu námi við stúdentaráð Háskólans á Akureyri. Fulltrúi fjarnema SHA sér um hagsmunagæslu stúdenta í sveigjanlegu námi. í Öllum aðildafélögum að Data undanskildu eru fulltrúar fjarnema sem eru ýmist kosnir á aðalfundum aðildafélagana eða í byrjun haustannar.

Fulltrúi fjarnema í SHA starfsárið 2021-2022 er Sólrún Björg Þorgilsdóttir og situr hún í Stúdentaráði SHA. 

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHA

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd var sett á laggirnar á aðalfundi SHA þann 24. febrúar 2022. Háskólinn á Akureyri staðfesti samstarf sitt við Icelandic Startups og nýsköpunar- og frumkvöðlakeppnina Gulleggið vorið 2020. Síðan þá höfðu framkvæmdastjórnir SHA starfað sem tengilliðir við Icelandic Startups en þessi nefnd er hugsuð til þess að taka við af þeim og feta í fótspor annara stúdentafélaga sem eru í samstarfi með Icelandic Startups eins og SHÍ og SFHR. Nefndin verður hluti af verkefnastjórnun Gulleggsins og kemur áleiðis frekari viðburðum í samstarfi við Icelandic Startups. Nefndina skipa 3 einstaklingar, formaður, varaformaður og meðstjórnandi og er það algjörlega óháð námsbraut. 

Markmið nefndarinnar er að vekja frekari athygli á nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi á Akureyri sem og vettvangur fyrir aukin samstörf við önnur fyrirtæki. 

Nefndina skipa starfsárið 2022-2023: 
Formaður:
Varaformaður:
Meðstjórnandi: