SHA þakkar fyrir liðið ár

Þetta misseri er svo sannarlega búið að vera viðburðarríkt. Til að gíra okkur upp fyrir komandi misseri var útilega SHA haldin í júlí.  Svo byrjaði misserið á því að SHA tók fagnandi á móti nýnemum í ágúst. Okkar árlega Sprellmót var svo haldið í september sem gekk vonum framar. SHA hélt einnig upp á Halloween og bjórbingó á Vamos sem var vel sótt. Einnig hafa verið haldnir litlir viðburðir eins og hryllingsmyndakvöld SHA. Því miður náðist ekki að halda fleiri viðburði vegna Covid en planið var að halda badmintonmót ásamt jólaballi og próflokapartý. Það bíður betri tíma.

 

Opnir dagar Háskólans á Akureyri voru einnig haldnir í október en SHA tók virkan þátt í því og hélt uppi gleðinni með lukkuhjólabás. Í boði voru frábærir vinningar og án efa hafa þessir dagar gefið af sér til nemenda sem skoðuðu skólann. Á síðasta ári urðu skólaskírteini nemenda rafræn í gegnum smáforrit fyrir snjallsíma og þar var hægt að sjá afslætti sem voru í boði fyrir nemendur. SHA lét uppfæra appið og nú er hægt að sjá viðburði sem eru framundan hjá okkur ásamt því að við getum sent út tilkynningar til stúdenta. 

 SHA er ekki einungis skemmtanafélag en við sjáum einnig til þess að hagsmuni stúdenta sé gætt. Okkur hafa borist ábendingar að kvörtunarferlið í háskólanum sé of flókið og erfitt og því skrifuðum við handbók til stúdenta sem er með öllum réttum skrefum sem þarf að taka til þess að kvarta. Hægt er að nálgast hana inn á sha.is og unak.is. 
Þegar nýjustu fjöldatakmarkanir voru kynntar í nóvember þá fór SHA að berjast fyrir heimaprófum fyrir stúdenta. Flestir brugðust vel við því og lítið var um staðpróf. Úttektarnefnd Gæðaráðs Háskólanna áttu svo að koma til Akureyrar í nóvember vegna stofnannaúttektarinnar en vegna Covid þurftu fundirnir að fara fram rafrænt. SHA tók að sjálfsögðu þátt í þessu og ræddu við nefndina hvað væri í gangi hjá stúdentum og hvernig við vinnum að því að bæta skólann og félagslífið.

SHA var að taka upp á því aftur eftir nokkurra ára pásu að veita fræðslustyrk fyrir stúdenta. Endilega kynnið ykkur það hér. Síðast en ekki síst er gott að minnast á það að SHA fundar við ýmis starfsfólk skólans vikulega og ræðir um margskonar leiðir til þess að bæta námið og háskólann. 

Við þökkum fyrir liðið ár og sjáumst hress á nýju ári! Gleðilega hátíð!