Á vinnufundi Stúdentafélags Háskólans á Akureyri þann 6. október voru meðal annars lögð fyrir verkefni og spurningar sem tengjast stefnumótunarvinnu Háskólans á Akureyri. Í kjölfar vinnufundarins sendi Stúdentaráð út könnun á alla stúdenta háskólans og gaf þeim færi á að koma skoðunum sínum varðandi stefnu háskólans á framfæri.
Unnið er að mótun nýrrar stefnu Háskólans á Akureyri fyrir tímabilið 2024 til 2030.
Við viljum heyra fjölbreyttari raddir stúdenta og óskum því eftir því að þið gefið ykkur 5 mínútur til þess að svara þessari stuttu könnun. Hún á við okkur öll og skiptir máli þear kemur að framtíð HA.