Félagslíf

Sprellmót2016

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri leggur mikið upp úr öflugu og skemmtilegu félagslífi meðal stúdenta. Aðildarfélög SHA eru með stöðuga dagskrá innan sinna raða allt skólaárið. Auk þess eru stórviðburðir á vegum SHA sem hafa fest sig í sess í félagslífinu. Á haustönn er Sprellmótið stærsti viðburðurinn og á vorönn eru það Stóra Vísó og Árshátíðin sem standa upp úr. 

Viðburðarnefnd SHA sér um skipulagningu og framkvæmd helstu viðburða á vegum félagsins.