Ef þig vantar upplýsingar um eitthvað sem snýr að Háskólanum á Akureyri, háskólasamfélaginu og lífnu þar, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn. Þú getur einnig fundið okkur á Facebook.
Á skrifstofu SHA fá stúdentar aðstoð í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan Háskólans á Akureyri. Þar eru veittar ráðleggingar um framhald málsins og hvernig viðkomandi geta leitað réttar síns innan háskólans. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa hin ýmsu mál sem upp kunna að koma. Skrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað. Fullrar nafnleyndar er gætt, nema samþykki um annað liggi fyrir. Á skrifstofunni er einnig hægt að nálgast almennar upplýsingar um starfsemi félagsins og aðildarfélaganna, skoða sögu þess og sitthvað fleira.
Opið er á skrifstofunni alla virka daga frá 10:00-17:00
Í handbók nemenda má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um réttindi og skyldur nemenda við nám og starf í Háskólanum á Akureyri. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar um lífið á Akureyri. Handbókina má nálgast hér.
SHA starftækir átta aðildarfélög, sem vinna að og sinna málefnum innan deila háskólans. Til aðildarfélaganna geta stúdentar leitað með upplýsinga rum starfsemi deildanna og gang mála. Ekki hika við að hafa samband við stjórnir aðildarfélaganna. Upplýsingar um aðildarfélögin og stjórnir þeirra má nálgast hér.
Á skrifstofu Nemendaskrár í Sólborg er hægt að fá allar almennar upplýsingar og aðstoð sem og vottorð um skólavist og staðfest afrit af námsferlum og prófskírteinum. Netfangið er nemskra@unak.is og síminn er 460-8000.
![]() |
Árný Þóra Ármannsdóttir Forstöðumaður náms- og starfsráðgjafar sími: 460 8038 netfang: arnythora@unak.is |
![]() |
Aníta Jónsdóttir Náms- og starfsráðgjafi sími: 460 8046 netfang: anitajons@unak.is |
![]() |
María Jónsdóttir Náms- og starfsráðgjafi sími: 460 8049 netfang: mariajons@unak.is |
![]() |
Einar Kristinsson Sálfræðingur sími: 460 8034 netfang: einark@unak.is |
Við Háskólann á Akureyri starfa náms- og starfsráðgjafar. Hlutverk ráðgjafarþjónustunnar er fjölþætt og felst m.a. í því að veita nemendum háskólans margvíslega þjónustu, stuðning og leiðbeiningar á meðan á námi stendur. Auk þess leiðbeinir ráðgjafi væntanlegum nemendum um val á námi og veitir ráðgjöf og upplýsingar um nám í HA og þjónustu innan háskólans sem nemendur og almenningur eiga kost á. Náms- og starfsráðgjafi hefur umsjón með málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértæka námsörðugleika.
Meðal þess sem hægt er að sækja til ráðgjafarþjónustu HA á meðan á námi stendur er:
Náms- og starfsráðgjöf leggur áherslu á að veita persónulega þjónustu sem sniðin er að þörfum einstaklinga og/eða hópa. Skrifstofa ráðgjafa er staðsett í G-húsi á Sólborg. Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa hér.
Hlutverk sálfræðings er fyrst og fremst að vera til staðar fyrir stúdenta, vinna að fræðslu og forvörnum. Einnig er í boði Hugræn atferlismeðferð (HAM námskeið) fyrir nemendur gjaldfrjálst. Hugræn atferlismeðferð er gagnreynd sálfræðimeðferð sem hefur reynst mjög árangursrík við ýmsum vanda, til dæmis þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati og reiði. Gerðar hafa verið margar rannsóknir á árangri HAM meðferða og byggt á niðurstöðum þeirra hefur meðferðin víða verið tekin upp sem fyrsti valkostur í heilbrigðiskerfum um allan heim þegar kemur að sálfræðimeðferðum.
Skoðaðu heimasíðuna!
![]() |
Rúnar Gunnarsson Verkefnastjóri alþjóðamála sími: 460 8035 netfang: runarg@unak.is |
![]() |
Hildur Friðriksdóttir |
Verkefnastjóri alþjóðamála veitir stúdentum og kennurum upplýsingar um erlent samstarf Háskólans á Akureyri og þau tækifæri sem þar liggja. Þar er hægt að kynna sér allt sem snýr að skiptinámi. Verkefnisstjóri alþjóðamála vinnur fyrst og fremst að því efla samstarf við erlenda háskóla og stofnanir sem og að hafa yfirumsjón með nemenda og kennaraskiptaáætlunum á borð við Nordplus, Erasmus og North2North og stuðlar að aukinni þátttöku háskólans í ýmsum áætlunum Evrópusambandsins á sviði vísinda, menntunar og þjálfunar. Alþjóðaskrifstofan er staðsett á 4. hæð á Borgum.
![]() |
Anna Bryndís Sigurðardóttir Skrifstofustjóri Heilbrigðisvísindasvið sími: 460 8036 netfang: disa@unak.is |
![]() |
Heiða Kristín Jónsdóttir Skrifstofustjóri Hug- og félagsvísindasvið sími 460 8039 netfang: hkj@unak.is |
![]() |
Ása Guðmundardóttir Skrifstofustjóri Viðskipta- og raunvísindasvið sími 460 8037 netfang: asa@unak.is |
Á skrifstofum fræðasviðanna starfa skrifstofustjórar sem veita upplýsingar um námsleiðir og uppbyggingu náms á sínum deildum.
Ef tölvumálin eru í ólestri, þá geta stúdentar leitað til kennslumiðstöðvar. Starfsmenn hennar leiðbeina stúdentum með tölvumál, taka við ábendingum og veita aðgang að ýmsum tækjum. Á heimasíðu þeirra má nálgast ýmsar gagnlegar leiðbeiningar sem snúa að tækni- og tölvumálum.
Kennslumiðstöðin er staðsett á K-gangi, á neðri hæð Sólborgar. Ef ykkur vantar hjálp, skulið þið senda beiðni á help@unak.is.
Á bókasafni Háskólans á Akureyri er að finna mikinn fjölda bóka og rita sem nýtist stúdentum í námi þeirra við skólann. Á bókasafninu er einnig hægt að fá aðstoð við hina ýmsu hluti s.s. leit í gagnasöfnum, notkun á heimildaskráningaforritum og margt fleira. Hér er vefsíða bókasafnsins.
Vefsíða Háskólans á Akureyri er aðgengileg og upplýsandi, þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar.