Stefna SHA

Stefna Stúdentafélags Háskólans á Akureyri var fyrst samþykkt á 69. fundi stúdentaráðs SHA þann 14. febrúar 2020.  Vinna að gerð stefnunnar hófst haustið 2019, þegar SHA stóð fyrir vinnufundi þar sem fjölbreyttur og breiður hópur stúdenta kom saman. Framkvæmdastjórn SHA tók niðurstöður vinnufundarins saman og stúdentaráð mótaði stefnuskjölin saman í sameiningu í kjölfarið. Stefnan skiptist í 8 kafla og tók stúdentaráð einróma ákvörðun um að kaflarnir er varða gæðamál, náms- og kennslumál og húsnæðismál verði settir fremst á oddinn á starfsárinu 2019-2020.

Stefnan er endurskoðuð ár hvert að hluta. Niðurstöður af vinnufundi SHA sem haldinn er á haustmisseri ár hvert leggja grunninn að stefnunni. Núverandi stefna var samþykkt af stúdentaráði í febrúar 2021.

Stefnan skiptist í 8 kafla og er hún aðgengileg hér.