Verkefni réttindaskrifstofu

Á skrifstofu Stúdentafélags Háskólans á Akureyri fá stúdentar aðstoð í þeim ágreiningsmálum sem upp kunna að koma innan Háskólans á Akureyri. Þar eru veittar ráðleggingar um framhald málsins og hvernig viðkomandi geta leitað réttar síns innan háskólans. Á skrifstofunni er að finna almennar upplýsingar um rétt stúdenta og hvaða leiðir eru færar til að leysa hin ýmsu mál sem upp kunna að koma. Skrifstofan rekur réttindamál einstakra stúdenta sé þess óskað. Fullrar nafnleyndar er gætt, nema samþykki um annað liggi fyrir.

Á skrifstofunni er einnig hægt að nálgast almennar upplýsingar um starfsemi félagsins og aðildarfélaganna, skoða sögu þess og sitthvað fleira.