Stúdentagarðar

Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, FÉSTA, á og rekur stúdentagarðana á Akureyri. Boðið er upp á mikið úrval híbýla, frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða og í Tröllagili rekur Akureyrarbær fjögurra deilda leikskóla. Stúdentagarðarnir eru í göngufæri við háskólasvæðið á Sólborg.

Fésta er sjálfseignarstofnun sem Háskólinn á Akureyri, skráðir stúdentar og Akureyrarbær eiga aðild að. Þessir aðilar skipa einnig fulltrúa í stjórn FÉSTA.

Skrifstofa FÉSTA er staðsett á sama stað og skrifstofa SHA, í D-húsi. 

Kynntu þér málið á heimasíðu FÉSTA