Félagið ásamt starfsmannfélagi HA og HA býður upp á ókeypis yoga tíma í hreyfisal skólans tvisvar sinnum í viku undir leiðsögn kennara. Tímarnir sem um ræðir eru á þriðjudögum og fimmtudögum á milli kl. 11:50-12:30.
Stúdentar hafa aðgang að vel búnum tækjasal háskólans sem opinn er allan sólarhringinn, þið notið skólaskírteinið ykkar til þess að komast inn í salinn.
Árlega eru haldnir hinir ýmsu íþróttaviðburðir og má þar helst nefna ólympíuleika SHA þar sem keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppt er um farandbikar sem kemur í hlut viðkomandi aðildarfélags til varðveislu.