Um SHA

Háskólinn á Akureyri

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri.

Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins.

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur yfirumsjón með atburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bakvið aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda.

Stúdentaráð samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga þar sem ólík sýn og skoðanir mætast.

Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki skólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Auk þess sem félagið vinnur náið með hagsmunafélögum annarra stúdenta, sérstaklega í gegnum LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta.