Réttindaskrifstofa

Skrifstofa SHA er staðsett í D-húsi, næsta hús við E-hús. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga frá 14:15 - 18:00 og föstudaga frá 9:00-16:00 og er hægt að hafa samband við skrifstofu í gegn um netfangið sha@sha.is og í gegn um símanúmer framkvæmdastjórnar sem starfar á skrifstofunni. Upplýsingar eru hér. Á skrifstofuna getur þú leitað með öll þín mál varðandi námið og veru þína í Háskólanum á Akureyri. Við reynum að leysa úr öllum málum á skjótan og sem bestan hátt eða beinum þeim til þar til bærra aðila. Þér er einnig velkomið að kíkja til okkar í kaffi og spjall!