Sprellmótið á morgun

Á morgun verður Sprellmót FSHA haldið hátíðlegt. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta einn vinsælasti viðburðurinn á árinu, þar sem öll sex undirfélög Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri keppa sín á milli í hinum ýmsu þrautum sem reyna bæði á líkama og sál. Hvetjum við alla til að taka þátt eða til þess að hvetja sitt félag áfram.

Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! hefur göngu sína á Akureyri

Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! hefst fimmtudaginn 26. september næstkomandi með tónleikum hljómsveitarinnar kimono í Hofi. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 (Salur opnar 20:00) og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun. Miðaverð er 2.000 kr en námsmenn fá 25% afslátt. Miðasala fer fram á vef Hofs, www.menningarhus.is

Háskólinn á Akureyri flaggar Grænfánanum

Háskólinn á Akureyri mun mánudaginn 16. september kl. 14:30 flagga Grænfána fyrstur háskóla hér á landi og með þeim fyrstu í heiminum. Grænfáninn er landsmönnum vel kunnur en flestir leikskólar og margir grunnskólar flagga honum. Á Degi íslenskrar náttúru, 16. september, mun HA taka við fánanum frá Landvernd. Athöfnin hefst kl. 14:30 í Miðborg, anddyri háskólans og eru allir velkomnir.

Ráðstefnan Arctic Circle í Hörpu 12.-14. október

Dagana 12.-14. október næstkomandi verður haldin stór og mikil alþjóðleg ráðstefna í Hörpu, sem felur í sér einstakt tækifæri fyrir nemendur og fræðimenn við Háskólann á Akureyri til að mynda ný og spennandi tengsl við alþjóðlega fræðimenn og fulltrúa atvinnulífs og stjórnmála á heimsvísu. Þeir sem vilja taka þátt í ráðstefnunni gera það sér að kostnaðarlausu. Hér um að ræða alþjóðlega ráðstefnu með þátttakendum víðs vegar að í veröldinni og ráðstefnan felur einnig í sér mikla möguleika til tengslamyndunar. Skráningarfrestur er til og með 20. september.

HA - Kórinn

HA-kórinn óskar eftir kórfélögum. Viltu taka þátt í starfi vetrarins? Áhugasömum er bent á að mæta á æfingu 11.september næstkomandi kl 16.15.

Hugleikur í HA og uppistandið Djókaín í Hofi

Hugleikur Dagsson verður með uppistand í Hofi föstudaginn 6. september. Stúdentar fá 25% afslátt og miðann á 1.500 kr. Í hádeginu verður Hugleikur í mötuneytinu með stutta tölu og verður miðasala fyrir kvöldið eftir það.

Íslandsklukkunni hringt í lok nýnemaviku

Í lok nýnemavikunnar var Íslandsklukkunni hringt. Að því loknu blés FSHA til nýnemadagskrár á Hömrum þar sem nýnemarnir voru hrisstir saman og komið af stað inní háskólalífið. Gleðin tók svo öll völd á Pósthúsbarnum um kvöldið þar sem lokum fyrstu vikunnar í skólanum var fagnað.

Nýnemadagskrá FSHA

Föstudaginn 30. ágúst verður FSHA með dagskrá fyrir nýnema.

Nýnemakvöld Reka

Nýnemakvöld Reka verður fimmtudaginn 29. ágúst á Café Amour á Ráðhústorginu. Mæting er kl. 19:30 en dagskráin byrjar kl. 20:00 Gylltar veigar verða í boði þar sem dagskrá og starf Reka í vetur verður kynnt. Eftir dagskrá Rekar er öllum frjálst að taka þátt í PubQuiz og/eða hlusta á trúbador. Vonumst til að sjá sem flesta nýnema!

Nýnemakvöld Magister

Nýnemakvöld Magister verður haldið mánudaginn 26.ágúst á efri hæðinni á Kaffi Amour. Við ætlum að byrja fjörið klukkan 20:00 þar sem nýnemar mæta og skella í sig pitsu og bjór.