Stóra vísindaferðin suður

Nú fer að líða að stóru vísindaferðinni suður sem fer fram 6.-9. febrúar nk. Skráning fer fram á síðunni og opnar á miðnætti 17. janúar.

2 árs nemendur og meistaranemendur

Könnun meðal nemenda um afstöðu til náms við ríkisháskóla landsins. Ríkisháskólar landsins hafa tekið sig saman og senda nú frá sér sameiginlega könnun til að kanna afstöðu nemenda til námsins við skólana. Könnunin var send á HA netföng viðkomandi nemenda. Við hvetjum þig til að taka 5-10 mínútna hlé á próflestri og svara könnuninni þar sem það er mjög mikilvægt fyrir HA að svörunin sé góð til að samanburður við hina skólana sé sem marktækastur.

Ný hópaherbergi á K-gangi

Nú er prófaundirbúningur kominn á fullt enda prófin handan við hornið. FSHA hefur samið við skólayfirvöld um að fá að nýta tvær nýjar stofur eingöngu fyrir hópa nemenda sem vilja vinna saman verkefni eða undirbúa sig saman sem hópur undir próf. Stofurnar sem um ræðir eru K105 og K106, innstu stofurnar á K gangi, neðri hæð. Stofurnar eru búnar borðum og stólum.

Fjölbreyttir tónleikar í Hofi

Nemendum HA býðst tilboð á tvenna frábæra tónleika sem verða í Hofi á næstunni. Annarsvegar eru tónleikar Bloodgroup fimmtudaginn 14. nóvember og hinsvegar útgáfutónleikar Lay Low laugardaginn 16. nóvember. Kynnið ykkur tilboðin hér.

Ical - iCalendar

iCalendar stuðningur er í fjölda forrita meðal annars í Google Calendar, Apple Calendar og Microsoft Outlook.

Landssamtök íslenskra stúdenta stofnuð á Akureyri

Stofnfundur Landssamtaka íslenskra stúdenta fór fram 2. og 3. nóvember 2013 á Akureyri. Stofnaðilar samtakanna eru Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, Nemendafélag Háskólans á Bifröst, Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands, Nemendaráð Listaháskóla Íslands, Samband íslenskra námsmanna erlendis, Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík, Stúdentafélag Hólaskóla og Stúdentaráð Háskóla Íslands. Allir íslenskir stúdentar, hátt í 25.000 talsins, eiga því fulltrúa í LÍS sem er sjálfstætt félag og er stjórnað af íslenskum stúdentum.

Spennandi málþing um ráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta

Föstudaginn 1. nóvember 2013 stendur Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri fyrir málþingi umráðningahæfni og atvinnumöguleika stúdenta - samspil háskóla og atvinnulífs. Hingað koma frambærilegir einstaklingar og verða með spennandi erindi sem höfða sérstaklega til stúdenta. Þeir sem vilja mæta og taka þátt er bent á að skrá sig með því að senda póst á skraning@fsha.is.

Varst þú búin að skrá þig á FRÍTT 60 mín. hraðlestrarnámskeið?

Varst þú búin að skrá þig á FRÍTT 60 mín. hraðlestrarnámskeið? Hraðlestrarskólinn í samstarfi við FSHA verður með frítt 60mín námskeið í stofu M203 kl. 14:00-15:00, föstudaginn 25. október 2013 - Skráning er hafin á www.h.is/60min - Kíktu á kynningu um FRÍ-námskeiðið - https://www.youtube.com/watch?v=IllbH6MdajM

Fræðslufundur um fjármögnun fasteignakaupa á KEA 17.október

Fræðslufundur um fjármögnun fasteignakaupa á KEA 17.október Hver er léttasta leiðin að þinni íbúð? Farið verður yfir það sem vert er að hafa í huga við fjármögnun fasteigna ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. Nýttu þér þetta tækifæri ef þú hefur áhuga á endurfjármögnun eða ert í fasteignakaupahugleiðingum. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, fimmtudaginn 17. október kl. 17:30. Allir velkomnir. Skráning á arionbanki.is

Fyrirtækjadagur FSHA

Fyrirtækjadagur FSHA er handan við hornið. Þann 17. október næstkomandi munu styrktaraðilar FSHA koma og kynna fyrir stúdentum vörur sína og þjónustu í hádeginu frá kl. 11.40 - 13.30